Ótryggðum vespum beint á göngustíga 8. júlí 2011 08:15 Rafmagnsvespa Litlar rafmagnsvespur voru settar á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól samkvæmt umferðarlögum.Fréttablaðið/hag Litlar rafmagnsvespur hafa á skömmum tíma orðið algengur fararskjóti meðal barna og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Óvissa er um réttarstöðu bæði ökumanna og gangandi vegfarenda verði vespuslys. Alma R. R. Thorarensen laganemi birti grein í Fréttablaðinu í gær um þá réttaróvissu sem er um þessar litlu rafmagnsvespur í umferðinni. „Ég hef undanfarið séð þessar vespur víða innan um gangandi vegfarendur og kannaði í kjölfarið hvort það væri einfaldlega í lagi að vera á þessum farartækjum á til dæmis göngustígum,“ segir Alma og bætir við: „Það reyndist vera þar sem vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól. Þær eru því ekki skráningarskyld ökutæki og þar með ekki heldur vátryggingaskyldar.“ Í kjölfarið segist Alma hafa farið að velta fyrir sér réttarstöðu gangandi vegfaranda sem kynnu að slasast kæmi til áreksturs. „Og raunar jafnframt réttarstöðu ökumannsins því fjölskyldutryggingar taka ekki til tjóns sem orsakast af vélknúnum ökutækjum. Því er í raun óljóst hvort bótaskylda væri til staðar því það má bæði færa rök fyrir því að um vélknúið ökutæki sé að ræða og því að þetta sé ekki vélknúið ökutæki,“ segir Alma. Litlar rafmagnsvespur komu á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar sem um ræðir eru ekki skráningarskyldar og því flokkaðar sem reiðhjól þó ökumönnum þeirra sé óheimilt að keyra á vegum. Vespurnar mega vera allt að 60 kílóa þungar og komast á mest 25 kílómetra hraða á klukkustund. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir menn þar á bæ hafa áhyggjur af rafknúnum reiðhjólum og vespum. Bæði Umferðarstofu og lögreglu sé orðið ljóst að það sé full ástæða til að skoða þetta mjög gaumgæfilega og reyna að fyrirbyggja að það hljótist af þessu slys, segir Einar Magnús. „Það er verið að vinna í þessu en þetta er því miður bara ekki einfalt mál. Ég vænti þess og vona að þetta verði skýrt þegar ný umferðarlög taka gildi,“ bætir Einar við. Loks segir Einar að margar ábendingar hafi borist Umferðarstofu um ökumenn rafmagnsvespna sem virði ekki þau lög sem þó eru til staðar. „Það hefur sést til lítilla barna jafnvel reiðandi önnur börn sem er vitaskuld bannað, þá keyra margir á þessu úti á götum, og jafnvel án hjálms en börn yngri en fimmtán ára verða að nota hjálm. Þetta þarf einnig að koma í veg fyrir,“ segir Einar. magnusl@frettabladid.is Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Litlar rafmagnsvespur hafa á skömmum tíma orðið algengur fararskjóti meðal barna og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Óvissa er um réttarstöðu bæði ökumanna og gangandi vegfarenda verði vespuslys. Alma R. R. Thorarensen laganemi birti grein í Fréttablaðinu í gær um þá réttaróvissu sem er um þessar litlu rafmagnsvespur í umferðinni. „Ég hef undanfarið séð þessar vespur víða innan um gangandi vegfarendur og kannaði í kjölfarið hvort það væri einfaldlega í lagi að vera á þessum farartækjum á til dæmis göngustígum,“ segir Alma og bætir við: „Það reyndist vera þar sem vespurnar eru skilgreindar sem reiðhjól. Þær eru því ekki skráningarskyld ökutæki og þar með ekki heldur vátryggingaskyldar.“ Í kjölfarið segist Alma hafa farið að velta fyrir sér réttarstöðu gangandi vegfaranda sem kynnu að slasast kæmi til áreksturs. „Og raunar jafnframt réttarstöðu ökumannsins því fjölskyldutryggingar taka ekki til tjóns sem orsakast af vélknúnum ökutækjum. Því er í raun óljóst hvort bótaskylda væri til staðar því það má bæði færa rök fyrir því að um vélknúið ökutæki sé að ræða og því að þetta sé ekki vélknúið ökutæki,“ segir Alma. Litlar rafmagnsvespur komu á markað á Íslandi í fyrravor. Vespurnar sem um ræðir eru ekki skráningarskyldar og því flokkaðar sem reiðhjól þó ökumönnum þeirra sé óheimilt að keyra á vegum. Vespurnar mega vera allt að 60 kílóa þungar og komast á mest 25 kílómetra hraða á klukkustund. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir menn þar á bæ hafa áhyggjur af rafknúnum reiðhjólum og vespum. Bæði Umferðarstofu og lögreglu sé orðið ljóst að það sé full ástæða til að skoða þetta mjög gaumgæfilega og reyna að fyrirbyggja að það hljótist af þessu slys, segir Einar Magnús. „Það er verið að vinna í þessu en þetta er því miður bara ekki einfalt mál. Ég vænti þess og vona að þetta verði skýrt þegar ný umferðarlög taka gildi,“ bætir Einar við. Loks segir Einar að margar ábendingar hafi borist Umferðarstofu um ökumenn rafmagnsvespna sem virði ekki þau lög sem þó eru til staðar. „Það hefur sést til lítilla barna jafnvel reiðandi önnur börn sem er vitaskuld bannað, þá keyra margir á þessu úti á götum, og jafnvel án hjálms en börn yngri en fimmtán ára verða að nota hjálm. Þetta þarf einnig að koma í veg fyrir,“ segir Einar. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira