Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar 23. ágúst 2011 17:41 Vinnslustöðin. Myndin er úr safni. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. Þar kröfðust eigendur útgerðafélagsins Stillu ehf., sem er félag í eigu bræðra frá Rifi, Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar, að VSV skyldi höfða skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins vegna kaupa VSV á 35% hlut í Ufsabergi-útgerð ehf. í Eyjum fyrir þremur árum. Tillagan var felld en það var Magnús Helgi Árnason, sem situr í stjórn VSV á vegum Stillu útgerðar, sem flutti hana. Í tilkynningu frá meirihluta eigendahópsins segir: „Þessir meðeigendur okkar hafa með ýmsu móti reynt að ná undirtökum í VSV undanfarin ár og vanda ekki meðulin til að ná settu marki. Í nóvember 2007 óskaði Hróbjartur Jónatansson, þávarandi lögmaður Guðmundar og Hjálmars, eftir hluthafafundi þar sem lagt var til að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að kanna tiltekna þætti er vörðuðu bæði starfsemi félagsins og einstaka starfsmenn og stjórnarmenn. Magnús Helgi Árnason, sem einnig þá sat í stjórn VSV á vegum bræðranna, dró hins vegar tillöguna til baka og fundarboðið sömuleiðis. Liðu svo fjögur ár og dúkkuðu þá sumar af þessum tillögum upp á nýjan leik á aðalfundi VSV í júní 2011. Allan þennan tíma höfðu Guðmundur, Hjálmar og Magnús Helgi setið í stjórn VSV án þess að leita upplýsinga eða reyna yfirleitt að finna ásökunum sínum stað. Á stjórnarvettvangi höfðu þeir að sjálfsögðu alla möguleika á að spyrjast fyrir og afla upplýsinga.“ Því er óhætt að segja að það er mikil óeining og harðvítug átök innan Vinnslustöðvarinnar.Ufsabergi-útgerð á togarann Gullberg VE en Vinnslustöðin keypti 35 prósentu hlut í fyrirtækinu fyrir þremur árum síðan. Svo segir í yfirlýsingunni: „Vandséð er að það vaki fyrir Guðmundi og Hjálmari Kristjánssonum að styrkja og efla VSV. Slíkt verður ekki gert með því að reyna að gera mikilvægar ákvarðanir i starfsemi félagsins tortryggilegar og leitast við að skapa óróa og sundrungu í hluthafahópnum.“ Og endar yfirlýsingin á orðunum: „Stillumönnum hefur sem sagt mistekist að ná undirtökum í VSV en mér segir svo hugur um að næsta mál á dagskrá verði að krefjast þess að félaginu verði hreinlega slitið. Þannig fái þeir tækifæri til að ráðstafa þriðjungi aflaheimilda VSV, þ.e. þriðjungi þess sem eftir verður þegar Jón Bjarnason hefur hirt af okkur það sem hann og aðrir stjórnarliðar áforma að taka í ríkispottana sína til pólitískrar úthlutunar.“ Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. Þar kröfðust eigendur útgerðafélagsins Stillu ehf., sem er félag í eigu bræðra frá Rifi, Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar, að VSV skyldi höfða skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins vegna kaupa VSV á 35% hlut í Ufsabergi-útgerð ehf. í Eyjum fyrir þremur árum. Tillagan var felld en það var Magnús Helgi Árnason, sem situr í stjórn VSV á vegum Stillu útgerðar, sem flutti hana. Í tilkynningu frá meirihluta eigendahópsins segir: „Þessir meðeigendur okkar hafa með ýmsu móti reynt að ná undirtökum í VSV undanfarin ár og vanda ekki meðulin til að ná settu marki. Í nóvember 2007 óskaði Hróbjartur Jónatansson, þávarandi lögmaður Guðmundar og Hjálmars, eftir hluthafafundi þar sem lagt var til að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að kanna tiltekna þætti er vörðuðu bæði starfsemi félagsins og einstaka starfsmenn og stjórnarmenn. Magnús Helgi Árnason, sem einnig þá sat í stjórn VSV á vegum bræðranna, dró hins vegar tillöguna til baka og fundarboðið sömuleiðis. Liðu svo fjögur ár og dúkkuðu þá sumar af þessum tillögum upp á nýjan leik á aðalfundi VSV í júní 2011. Allan þennan tíma höfðu Guðmundur, Hjálmar og Magnús Helgi setið í stjórn VSV án þess að leita upplýsinga eða reyna yfirleitt að finna ásökunum sínum stað. Á stjórnarvettvangi höfðu þeir að sjálfsögðu alla möguleika á að spyrjast fyrir og afla upplýsinga.“ Því er óhætt að segja að það er mikil óeining og harðvítug átök innan Vinnslustöðvarinnar.Ufsabergi-útgerð á togarann Gullberg VE en Vinnslustöðin keypti 35 prósentu hlut í fyrirtækinu fyrir þremur árum síðan. Svo segir í yfirlýsingunni: „Vandséð er að það vaki fyrir Guðmundi og Hjálmari Kristjánssonum að styrkja og efla VSV. Slíkt verður ekki gert með því að reyna að gera mikilvægar ákvarðanir i starfsemi félagsins tortryggilegar og leitast við að skapa óróa og sundrungu í hluthafahópnum.“ Og endar yfirlýsingin á orðunum: „Stillumönnum hefur sem sagt mistekist að ná undirtökum í VSV en mér segir svo hugur um að næsta mál á dagskrá verði að krefjast þess að félaginu verði hreinlega slitið. Þannig fái þeir tækifæri til að ráðstafa þriðjungi aflaheimilda VSV, þ.e. þriðjungi þess sem eftir verður þegar Jón Bjarnason hefur hirt af okkur það sem hann og aðrir stjórnarliðar áforma að taka í ríkispottana sína til pólitískrar úthlutunar.“
Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30