Viðskipti innlent

Húsasmiðjan tapaði 309 milljónum á fyrstu 7 mánuðum ársins

Húsasmiðjan, sem er sem stendur í söluferli, heldur áfram að tapa peningum en fyrirtækið tapaði 309 milljónum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 93 milljóna króna hagnaði, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.

Sala á vörum var 9 prósent lægri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun og rekstrartekjur voru 12 prósent undir áætlun. Þetta kemur fram í gögnum sem áhugasamir kaupendur að Húsasmiðjunni fengu afhent. Húsasmiðjan hefur því samtals tapað um 1,3 milljarði króna á síðustu tveimur og hálfu ári.

Á sama tíma var 11,2 milljörðum króna af skuldum fyrirtækisins breytt í nýtt hlutafé. Húsasmiðjan er í eigu Framtakssjóðs Íslands, sem er í eigu sautján lífeyrissjóða auk Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×