Innlent

Fengu sér að borða og skildu barnið eftir í bílnum - málið í skoðun

mynd úr safni
Ungabarn var skilið eftir bundið í bílstól í bifreið fyrir utan veitingahúsið Rána við Hafnargötu í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Barnaverndaryfirvöld í bænum eru nú með atvikið til meðferðar.

Þetta kemur fram á vefsíðu Víkurfrétta en þar segir að þegar lögreglumenn hafi komið á vettvang hafi svitinn perlað af barninu og var það rautt í andliti af hita en sólin skein inn um rúður bílsins. Þá hafi barnið verið mikið klætt og hafi augljóslega verið mjög heitt.

Foreldrarnir voru inni á veitingastaðnum að fá sér að borða en barnið er rúmlega eins árs, fætt í maí 2010.

Frétt Víkurfrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×