Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar 5. september 2011 18:59 Kuupik Kleist mynd úr safni Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. Leiðtogi Grænlendinga mun einnig funda með forseta Íslands og fjármálaráðherra. Olíu- og gasfundur við vesturströnd Grænlands í fyrra hefur aukið bjartsýni þessara næstu nágranna Íslendinga um sjálfstæði. Kleist segir rannsóknir benda til þess að hugsanlegt sé að mikið magn olíu og gass muni finnast. Það gæti í sjálfu sér gert Grænland efnahagslega sjálfstætt. Efnahagslegt sjálfstæði sé þó ekki það sama og pólitískt sjálfstæði, til að byrja með, en efnahagsmálin skipti miklu máli ef Grænlendingar vilji öðlast sjálfstæði. Landstjórn Grænlands hefur ákveðið að á næsta ári verði boðin út olíuleit við Austur-Grænland í fyrsta sinn, á sama tíma og Íslendingar opna tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu en hafsvæði landanna liggja saman á löngum kafla. Kuupik Kleist segir nauðsynlegt vegna þessa að við löndin hafi sameiginlega stefnu í umhverfismálum vegna olíuvinnslu og það ætli Grænlendingar að ræða um við íslensk stjórnvöld. Hérlendis sjá margir fyrir sér að olíuleit við Austur-Grænland kalli á umsvif á Íslandi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Ísland liggja best við allri þjónustustarfsemi þar og lögð hafi verið áhersla á það í samtölum við Grænlendinga að þeir horfi til Íslendinga um þetta og þeir hafi tekið vel undir það. Þetta muni þó ráðast af vilja olíufélaga sem þarna hefji leit en þetta sé framtíðarsýn sem íslensk stjórnvöld vinni að. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. Leiðtogi Grænlendinga mun einnig funda með forseta Íslands og fjármálaráðherra. Olíu- og gasfundur við vesturströnd Grænlands í fyrra hefur aukið bjartsýni þessara næstu nágranna Íslendinga um sjálfstæði. Kleist segir rannsóknir benda til þess að hugsanlegt sé að mikið magn olíu og gass muni finnast. Það gæti í sjálfu sér gert Grænland efnahagslega sjálfstætt. Efnahagslegt sjálfstæði sé þó ekki það sama og pólitískt sjálfstæði, til að byrja með, en efnahagsmálin skipti miklu máli ef Grænlendingar vilji öðlast sjálfstæði. Landstjórn Grænlands hefur ákveðið að á næsta ári verði boðin út olíuleit við Austur-Grænland í fyrsta sinn, á sama tíma og Íslendingar opna tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu en hafsvæði landanna liggja saman á löngum kafla. Kuupik Kleist segir nauðsynlegt vegna þessa að við löndin hafi sameiginlega stefnu í umhverfismálum vegna olíuvinnslu og það ætli Grænlendingar að ræða um við íslensk stjórnvöld. Hérlendis sjá margir fyrir sér að olíuleit við Austur-Grænland kalli á umsvif á Íslandi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Ísland liggja best við allri þjónustustarfsemi þar og lögð hafi verið áhersla á það í samtölum við Grænlendinga að þeir horfi til Íslendinga um þetta og þeir hafi tekið vel undir það. Þetta muni þó ráðast af vilja olíufélaga sem þarna hefji leit en þetta sé framtíðarsýn sem íslensk stjórnvöld vinni að.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira