Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar 5. september 2011 18:59 Kuupik Kleist mynd úr safni Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. Leiðtogi Grænlendinga mun einnig funda með forseta Íslands og fjármálaráðherra. Olíu- og gasfundur við vesturströnd Grænlands í fyrra hefur aukið bjartsýni þessara næstu nágranna Íslendinga um sjálfstæði. Kleist segir rannsóknir benda til þess að hugsanlegt sé að mikið magn olíu og gass muni finnast. Það gæti í sjálfu sér gert Grænland efnahagslega sjálfstætt. Efnahagslegt sjálfstæði sé þó ekki það sama og pólitískt sjálfstæði, til að byrja með, en efnahagsmálin skipti miklu máli ef Grænlendingar vilji öðlast sjálfstæði. Landstjórn Grænlands hefur ákveðið að á næsta ári verði boðin út olíuleit við Austur-Grænland í fyrsta sinn, á sama tíma og Íslendingar opna tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu en hafsvæði landanna liggja saman á löngum kafla. Kuupik Kleist segir nauðsynlegt vegna þessa að við löndin hafi sameiginlega stefnu í umhverfismálum vegna olíuvinnslu og það ætli Grænlendingar að ræða um við íslensk stjórnvöld. Hérlendis sjá margir fyrir sér að olíuleit við Austur-Grænland kalli á umsvif á Íslandi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Ísland liggja best við allri þjónustustarfsemi þar og lögð hafi verið áhersla á það í samtölum við Grænlendinga að þeir horfi til Íslendinga um þetta og þeir hafi tekið vel undir það. Þetta muni þó ráðast af vilja olíufélaga sem þarna hefji leit en þetta sé framtíðarsýn sem íslensk stjórnvöld vinni að. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. Leiðtogi Grænlendinga mun einnig funda með forseta Íslands og fjármálaráðherra. Olíu- og gasfundur við vesturströnd Grænlands í fyrra hefur aukið bjartsýni þessara næstu nágranna Íslendinga um sjálfstæði. Kleist segir rannsóknir benda til þess að hugsanlegt sé að mikið magn olíu og gass muni finnast. Það gæti í sjálfu sér gert Grænland efnahagslega sjálfstætt. Efnahagslegt sjálfstæði sé þó ekki það sama og pólitískt sjálfstæði, til að byrja með, en efnahagsmálin skipti miklu máli ef Grænlendingar vilji öðlast sjálfstæði. Landstjórn Grænlands hefur ákveðið að á næsta ári verði boðin út olíuleit við Austur-Grænland í fyrsta sinn, á sama tíma og Íslendingar opna tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu en hafsvæði landanna liggja saman á löngum kafla. Kuupik Kleist segir nauðsynlegt vegna þessa að við löndin hafi sameiginlega stefnu í umhverfismálum vegna olíuvinnslu og það ætli Grænlendingar að ræða um við íslensk stjórnvöld. Hérlendis sjá margir fyrir sér að olíuleit við Austur-Grænland kalli á umsvif á Íslandi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Ísland liggja best við allri þjónustustarfsemi þar og lögð hafi verið áhersla á það í samtölum við Grænlendinga að þeir horfi til Íslendinga um þetta og þeir hafi tekið vel undir það. Þetta muni þó ráðast af vilja olíufélaga sem þarna hefji leit en þetta sé framtíðarsýn sem íslensk stjórnvöld vinni að.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira