Innlent

Mosfellsbær semur við Alexander: Fær að taka leigubíl

Alexander Hrafnkelsson.
Alexander Hrafnkelsson.
Hestamaðurinn Alexander Hrafnkelsson hefur hætt við að stefna Mosfellsbæ fyrir að hafa vanrækt lögboðnar skyldur sínar gagnvart honum, en hann er blindur.

Samkvæmt lögum á sveitarfélag að gefa fötluðum íbúum tækifæri til að stunda vinnu og tómstundir en hann rekur hestafyrirtækið Hestasýn.

Í viðtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum sagði Alexander:

„Þeir eru að segja við mig hérna í Mosfellsbænum að þeir vilji ekki mismuna fötluðum í ferðaþjónustu sem ég tel að þeir séu að gera með því að bjóða mér bara ferðaþjónustu fatlaðra með þessum stóru bílum sem maður þarf að panta með sólarhringsfyrirvara sem bara hentar mér engan veginn," sagði Alexander þann 11, ágúst.

Samkvæmt frétt sem birtist á vef Blindrafélagsins í dag kemur fram að Mosfellsbær hefur fallist á að mæta kröfum Alexanders um að veita honum ferðaþjónustuúrræði með leigubílum sem tekur mið af þörfum hans sem blinds einstakling sem rekur sitt eigið fyrirtæki.

Alexander og kona hans reka hestatamningafyrirtækið Hestasýn. Sökum blindu þá hefur Alexander verið upp á aðra kominn með ferðir til og frá vinnu og til að sinna nauðsynlegum erindum.

Aðspurður kvaðst Alexander vera ánægður með að samkomulag hefði náðst sem gæfi honum færi að að fara ferða sinni þegar honum hentar án þess að þurfa að panta ferðin með allt að 24 klst fyrirvara, eins og fram kemur í frétt Blindafélagsins.

Nú geti hann einfaldlega hringt á leigubíl þegar hann þyrfti að fara á milli bæja og réði nú í fyrsta skiptið í mörg ár yfir sjálfstæðum ferðamáta.


Tengdar fréttir

Stefnir Mosfellsbæ vegna akstursþjónustu

Blindur maður hefur stefnt Mosfellsbæ fyrir að veita ekki fötluðum íbúum sveitarfélagsins fullnægjandi akstursþjónustu. Hann segir það vera eins og í stofufangelsi að hafa ekki aðgang að sömu þjónustu og Reykvíkingar. Jóhanna Margrét Gísladóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×