Innlent

Snákur og kannabis í húsi í Garðabæ

mynd úr safni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Garðabæ á föstudag. Við húsleit var lagt hald á um þrjátíu kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Á sama stað var einnig að finna þrjá snáka og voru þeir líka fjarlægðir. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar.

Þá stöðvaði lögreglan einnig kannabisræktun í húsi í Kópavogi á föstudaginn. Um fimmtíu kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Karl um fimmtugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og viðurkenndi hann aðild sína að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×