Innlent

Mótmæla algjörri friðun gjástykkis

Gjástykki. Fréttablaðið/völundur
Gjástykki. Fréttablaðið/völundur

Félag Samfylkingarinnar í Þingeyjarsýslu mótmælir ákvörðun stjórnvalda um algjöra friðun gjástykkis. Þetta kom fram í ályktun frá aðalfundi flokksins sem haldinn var á Húsavík í gær.

Þar kemur einnig fram að Samfylkingin í Þingeyjarsýslu leggur áherslu á að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit um að beita sér fyrir rannsóknum og orkuöflun á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslu til atvinnusköpunar á svæðinu.

Félagið telur friðun Gjástykkis í andstöðu við íbúa og sveitarfélög sem fara með skipulagsvald á svæðinu og telja hana því ekki til þess fallna að skapa víðtæka sátt.

Þá er þess getið að á undanförnum árum hefu íbúum í Þingeyjarsýslu fækkað. Þá fækkun megi rekja til þess að störfum í frumvinnslugreinum hefur fækkað og tekjur sveitar-félaganna standi tæpast undir nauðsynlegri grunnþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×