Erlent

Harðir bardagar í Líbýu í nótt

Talið er að fjöldi látinna í átökunum í Líbýu undanfarna daga megi telja í þúsundum. Harðir bardagar geysuðu víða í landinu í nótt.

Fregnir hafa borist um að stuðningsmenn Muammar Gaddafi séu að reyna að ná aftur á sitt vald fjórum borgum sem eru í höndum mótmælenda.

Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis í nótt við leiðtoga Bretlands, Frakklands og Ítalíu um leiðir til að stöðva ofbeldið í Líbýu. Samkvæmt fréttum alþjóðlegra fréttastofa útilokar Obama ekki að beita hervaldi til að koma Gaddafi frá völdum. Obama bíður nú eftir áætlun bandaríska herráðsins um heraðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×