Erlent

Kurteisi bófinn handtekinn

Óvenju kurteis ræningi rændi tvö fyrirtæki í borginni. Maður sem grunaður er um ránin var handtekinn um helgina.
Óvenju kurteis ræningi rændi tvö fyrirtæki í borginni. Maður sem grunaður er um ránin var handtekinn um helgina.
Lögreglan í Seattle handtók um helgina mann sem er grunaður um rán í kjörbúð og bensínstöð í borginni.

Það sem gerir málið sérstakt er að ræninginn var afar kurteis á meðan á ránunum stóð. Á bensín­stöðinni tók hann 300 dali og sagðist þurfa peninga vegna fjölskyldu sinnar. Áður en hann yfirgaf staðinn lofaði ræninginn svo að endurgreiða upphæðina ef hann kæmi undir sig fótum á ný.

Upptaka úr öryggismynda­vélum stöðvarinnar fór á netið og vakti mikla athygli, en eftir það barst lögreglu ábending um hvar mætti finna meintan ræningja.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×