Enski boltinn

Barcelona-ævintýri Cesc Fabregas úr sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að félagið muni ekki gera annað tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, en félagið eltist við Fabregas allt síðasta sumar og hefur verið orðað við leikmanninn í langan tíma.

Hinn 23 ára Cesc Fabregas sætti sig við þá ákvörðun Arsenal að hafna tilboði Barcelona síðast sumar og hefur einbeitt sér að leiða Arsenal-liðið á þessu tímabili. Liðið er inn í öllum fjórum keppnunum ennþá og það bendir margt til þess að þeir nái loksins að enda bið sína eftir titli.

Fabregas mun samt spila á Nývangi í næsta mánuði því Arsenal og Barcelona drógust saman í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fer seinni leikurinn fram á Spáni 8. mars næstkomandi.

„Cesc er frábær leikmaður frá Katalóníu. Hann spilaði fyrir okkur þegar hann var strákur og við munum bjóða hann velkominn þegar hann kemur hingað til að spila á móti Barcelona í Meistaradeildinni. Eins og staðan er núna þá er um við ekki að fara að bjóða í hann aftur. Málið er dautt," sagði Raul Sanllehi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×