Erlent

Ástkona Picassos milljarða virði

Myndin heitir La lecture.
Myndin heitir La lecture. MYND/AP

Verk eftir spænska stórmálarann Pablo Picasso seldist á uppboði hjá Sothebys í London í gær á 25 milljónir punda, eða rúma 4,5 milljarða íslenskra króna.

Ekki verður upp gefið hver kaupandinn er en uppboðið tók sex mínútur. Myndin sýnir Maríu Theresu Walter, ástkonu Picassos, en hún var 17 ára þegar hún kynntist meistaranum, sem þá var 45 ára gamall.

Sambandi þeirra var haldið leyndu í mörg vegna aldurs Maríu og vegna þess að Pablo var giftur maður. Seinna eignuðust þau dótturina Mayu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×