Innlent

Björgunarsveitarmenn unnu fram á nótt

Björgunarsveitin þurfti meðal annars að sinna brunastörfum. Myndina tók Brynjar Ásmundsson, Björgunarsveitarmaður á Suðurnesjum.
Björgunarsveitin þurfti meðal annars að sinna brunastörfum. Myndina tók Brynjar Ásmundsson, Björgunarsveitarmaður á Suðurnesjum.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru víða við vinnu fram á nótt í verkefnum sem sköpuðust í óveðrinu sem gekk yfir landið.

Hvergerðingar voru á ferðinni þegar tilkynning barst um að þak væri að losna upp á bæ í Ölfusinu.

Suðurnesjamenn aðstoðuðu slökkvilið við bruna í Njarðvík.

Á Ísafirði var þak að fjúka af skemmu og bátur að losna frá bryggju, aðstoða þurfti ökumenn á Holtavörðuheiði. Í Hafnarfirði fuku þakplötur og á Eyrarbakka sinnti sveitin fjölmörgum verkefnum fram á nótt. Í morgun var svo björgunarsveitin Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kölluð út þegar þakplötur losnuðu á bæ í hreppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×