Innlent

Byggðu tvö snjóhús og grófu göng á milli

Félagarnir Viktor Helgi Benediktsson, Kolbeinn Sveinsson og Hrafn Friðriksson eru stoltir af smíðinni.
Félagarnir Viktor Helgi Benediktsson, Kolbeinn Sveinsson og Hrafn Friðriksson eru stoltir af smíðinni.

Það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni undanfarna daga mörgum til ama, en öðrum til skemmtunar. Félagarnir Viktor Helgi Benediktsson, Kolbeinn Sveinsson og Hrafn Friðriksson, sem eru allir tólf ára gamlir, nýttu snjóinn til þess að grafa göng.

Drengirnir hófust handa klukkan tíu í gærmorgun. Þeir byggðu tvö snjóhús á sitthvorum staðnum og ákváðu svo að grafa göng á milli þeirra. Samkvæmt vísindalegri mælingu drengjanna voru göngin um það bil fjórir metrar á lengd. Samanlagt reyndist lengdin í kringum 6 metra. Drengirnir reiknuðu reyndar ekki út fermetrafjöldann, sem hefur eflaust jafnast á við litla kytru.

Mannvirkið fékk ekki að standa lengi vegna ófyrirsjáanlegra duttlunga veðursins, stormurinn skolaði þessum fyrirmyndahíbýlum í burtu í nótt og er lítið eftir annað en minningin ein.

En til allra lukku tóku drengirnri myndir af húsnu sem má finna í safni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×