Innlent

Styðja Kristján og segja aðra bera ábyrgðina

Stjórn og varastjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur lýsir fyllsta trausti á Kristjáni Gunnarssyni til að gegna formennsku í félaginu og harmar þá ákvörðun hans að segja af sér formennsku í Starfsgreinasambandinu og draga sig út úr störfum fyrir ASÍ og lífeyrissjóðinn Festu.

Sjónarmið Kristjáns hafi orðið undir fjölmiðlaumræðu um málefni Sparisjóðs Keflavíkur. Kristján hafi ákveðið að taka á sig meiri ábyrgð en tilefni var til. Hann hafi í raun axlað ábyrgð sem öðrum bar.

„Fall Sparisjóðsins í Keflavík er ekki runnið undan stefnumörkun Kristjáns G. Gunnars­sonar," segir í ályktun stjórnar Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×