Innlent

Verklagi hefur þegar verið breytt

Icelandair er eina flugfélagið sem hefur viljað undirgangast ströng skilyrði til Kanadaflugs. Fréttablaðið/Pjetur
Icelandair er eina flugfélagið sem hefur viljað undirgangast ströng skilyrði til Kanadaflugs. Fréttablaðið/Pjetur
Flugmálastjórn vísar á bug aðdróttunum um að vera handbendi ákveðins flugrekanda enda leitast stofnunin við að veita heimildir í takt við alþjóðlegt verklag í flugréttindum, en veitir hins vegar ekki heimildir á grundvelli samkeppnis­laga.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Flugmálastjórnar í gær. Með henni er brugðist við nýbirtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Flugmálastjórn segist taka til sín þau atriði í áliti Samkeppniseftirlitsins sem að stofnuninni snúa og kveður verklagi hafa verið breytt. Þannig sé ekki lengur leitað álits íslenskra flugrekenda á umsóknum erlendra flugrekenda.

Athugasemdir Samkeppniseftirlitsins sneru að afgreiðslu á umsókn breska flugfélagsins Astraeus Airlines um flugréttindi á grundvelli loftferðasamnings milli Íslands og Kanada. Flugmálastjórn bendir á að samningurinn leyfi ekki að íslensk stjórnvöld heimili Kanadaflug erlendra flug­rekenda. Þá hafi Kanada hafnað því að gera nýjan opnari samning við Ísland, líkt og gildi við ríki Evrópusambandsins.

Loftferðasamningurinn við Kanada frá árinu 2007 er sagður hafa ákveðin lokunaráhrif á markaði fyrir áætlunarflug þangað. Til dæmis sé skilyrði að íslenskur flugrekandi verði að bjóða upp á áætlunarflug til Halifax þrisvar í viku yfir sumartímann og tvisvar í viku yfir vetrartímann. Hingað til hafi ekki aðrir en Icelandair viljað undirgangast þessi skilyrði. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×