Innlent

Kjöt innkallað vegna hugsanlegrar díoxínmengunar

Ferskar kjötvörur hafa fengið tilkynningu frá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga um innköllun á nautgripum vegna hugsanlegrar díoxínmengunar í kjöti af þeim. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að gripunum hafi verið slátrað í september 2010 og október 2010 og kjöt af þeim nýtt í framleiðsluvörur Ferskra kjötvara.

„Samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins frá Matvælastofnun hefur mengun í þessum gripum ekki verið staðfest," segir ennfremur.

Því hefur fyrirtækið ákveðið í varúðarskyni að innkalla frystivörur frá ákveðnu framleiðslutímabili. Á meðfylgjandi mynd sést um hvaða vörur ræðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×