Erlent

Íbúar í Köben fá glæsilega skíðabrekku

mynd/Big

Ef allt gengur að óskum ættu íbúar Kaupmannahafnar að geta rennt sér á skíðum í borginni árið 2016. Meðfylgjandi myndir sýna verðlaunatillögu frá BIG arkitektastofunni að nýrri sorpbrennslustöð á Amager.

Stöðin framleiðir rafmagn úr sorpinu og er öll hin fullkomnasta, en rúsínan í pysluendanum er glæsileg skíðabrekka þar sem hægt verður að renna sér eftir mis erfiðum leiðum allan ársins hring. Skorsteinninn er einnig æði sérstakur, en hann mun blása reyknum sem myndast við brennsluna út í hringjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×