Fótbolti

Guðjón Pétur sat á bekknum þegar Helsingborg tapaði toppslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson. Mynd/Daníel
Guðjón Pétur Lýðsson fékk ekki að spreyta sig þegar Helsingborg tapaði 2-3 á móti Elfsborg í toppslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Helsingborg er samt enn með sjö stiga forskot á Elfsborg á toppnum en Elfsborg fór upp fyrir AIK og alla leið í annað sætið með þessum sigri.

Erik Sundin kom Helsingborg yfir á 8. mínútu en Niklas Hult (14. mínúta) og Anders Svensson (56. mínúta) svöruðu fyrir Elfsborg. Mattias Lindström jafnaði leikinn út víti á 61. mínútu en sjö mínútum síðar skoraði Daniel Mobaeck sigurmark Elfsborg.

Helsingborg er búið að spila þrjá leiki síðan að Guðjón Pétur Lýðsson kom á láni frá Val um mánaðarmótinn en Íslendingurinn er ekki búin að fá að spila nema sex mínútur samtals í þessum þremur leikjum.

Guðjón Pétur kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 3-0 sigri á Mjällby á dögunum en tók ekki þátt í 1-1 jafntefli á móti Häcken. Guðjón sat síðan allan tímann á bekknum í tapinu í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×