Innlent

Óska eftir fundi með yfirmönnum vegamála og stjórnmálamanna

Eins og sést er lítið sem ekkert eftir af brúnni.
Eins og sést er lítið sem ekkert eftir af brúnni.
Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdal óskuðu í morgun eftir samráðsfundi með yfirmönnum vegamála, þingmönnum og ráðherrum vegna stöðunnar sem upp er kominn eftir að brúin yfir Múlakvísl gaf sig.

Í yfirlýsingu frá ferðaþjónustunni á svæðinu segir að nú þegar hafi aðilar í ferðaþjónustu á svæðinu orðið fyrir nokkur hundruð milljóna tjóni. Haldi fram sem horfi verður tjónið óbætanlegt.

Mýrdalurinn er botnlangi þessa dagana og því er það skýlaus krafa ferðaþjónustuaðila á svæðinu að öllum ráðum verði beitt til að opna leiðina yfir Múlakvísl fyrir allri umferð fyrir næstu helgi.

Meðan Hringvegurinn er lokaður við Múlakvísl geta jeppar, jepplingar, rútur og vörubílar af ákveðinni gerð ekið um Fjallabaksleið nyrðri milli byggðarlaga á Suðurlandi.

Innanríkisráðuneytið gaf frá sér yfirlýsingu í morgun um að það væri ekki raunhæft að opna leiðina í dag eða á morgun „og mikilvægt er að allrar sanngirni sé gætt og að allir sameinist um að leita lausna,“ eins og segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×