Erlent

Háskóli krefst þess að fá málverk Andy Warhol af Farrah Fawcett

Fawcett lést úr krabbameini í júní 2009, þá 62 ára gömul.
Fawcett lést úr krabbameini í júní 2009, þá 62 ára gömul. Mynd/AFP
Háskólinn í Texas hefur höfðað mál gegn bandaríska leikaranum Ryan O'Neal vegna málverks sem eiginkona hans, Farrah Fawcett, átti. Um er að ræða málverk af leikkonuninni sem listamaðurinn Andy Warhol gerði fyrir um þremur áratugum. Verkið er metið á meira en þrjá milljarða íslenskra króna.

Fawcett lést úr krabbameini fyrir tveimur árum og ánafnaði hluta eigna sinna til Háskólans í Texas, en hún var eitt sinn nemandi í skólanum. Stjórnendur háskólans vilja meina að leikkonan hafi ánafnað skólanum málverkinu eftir Warhol en á það hefur O'Neal ekki fallist. Fyrir vikið fer málið nú fyrir dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×