Innlent

Kveikt í útikömrum í Garðabæ

Kamrarnir voru alelda og að hruni komnir þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Myndin er úr safni.
Kamrarnir voru alelda og að hruni komnir þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Myndin er úr safni. Mynd/Bjarni
Kveikt var í þyrpingu af útikömrum úr plasti í grennd við Sjálandsskóla í Garðabæ í nótt og var kallað á slökkvilið um klukkan hálf fjögur. Kamrarnir voru alelda og að hruni komnir þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang og slökktu eldinn. Nálæg hús voru ekki í hættu.

Mikinn svartann reyk lagði frá brennandi plastinu, en það var nánast logn þegar þetta gerðist þannig að reykurinn steig beint til lofts og lagðist hvergi yfir íbúðabyggð. Brennuvargurinn er ófundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×