Situr enn sem fastast í skugga blóðbaðs 26. september 2011 04:00 Forseti Jemens, situr enn á stóli sínum þrátt fyrir háværar raddir um að hann segi af sér. Fréttablaðið/AP Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, sem sneri óvænt heim frá Sádi-Arabíu á sunnudag, lætur ekkert uppi um hvenær hann segi af sér. Blóðug átök hafa staðið í landinu í síðustu viku þar sem um 150 manns hafa látist í átökum stjórnarhersins við mótmælendur. Þeir hafa kallað ákaft eftir því að Saleh stígi til hliðar eftir 33ja ára valdatíð sem þykir framar öðru hafa einkennst af spillingu og getuleysi í baráttu við fátækt og glæpi. Í ávarpi í gær boðaði Saleh að hann væri tilbúinn til að setjast að samningaborðinu á ný til að koma á friði í landinu. Laugardagurinn var hins vegar sá blóðugasti frá því að mótmælaaðgerðir hófust í febrúar. Stjórnarhermenn hafa meðal annars beitt sprengjuvörpum og leyniskyttum til að berja niður mótmælin. Saleh hafði dvalist í Sádi-Arabíu frá því í júní, en þangað fór hann til að leita sér lækninga eftir að hafa særst alvarlega í sprengjuárás. Fjölmargir aðilar, meðal annars Samvinnuráð Persaflóa þar sem Sádi-Arabar eru í fararbroddi, hafa hvatt Saleh til að segja af sér. Þó hann segist reiðubúinn til að boða til kosninga telja andstæðingar forsetans að hann sé með þessu að tefja málin vísvitandi á meðan hann herðir tökin á landinu á ný. Vesturveldin hafa áhyggjur af því Jemen þar sem landið virðist vera orðin bækistöð fyrir hryðjuverkahópa sem tengjast meðal annars al-Qaeda. Hópar tengdir al-Qaeda hafa þegar nýtt sér upplausnarástandið og lagt undir sig bæi og borgir í suðurhluta landsins. Saleh segir sjálfur að andstæðingar sínir séu í samkrulli við al-Qaeda um að velta stjórn sinni. Hann hefur margoft sagt að njóti hans ekki við muni hryðjuverkamenn taka öll völd í landinu. Sáttmáli um stjórnarskipti, sem var saminn að frumkvæði Persaflóaríkjanna, hefur lengi legið fyrir. Samkvæmt honum þarf Saleh að láta af völdum umsvifalaust og og boða til kosninga. Hann hefur margoft vísað til þessa samkomulags en alltaf bakkað áður en til undirritunar kemur. Í ávarpi sínu í gær sagðist Saleh vera boðberi friðar og sátta, en miðað við atburði síðustu daga virist enn langt í að ástandið róist í Jemen. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, sem sneri óvænt heim frá Sádi-Arabíu á sunnudag, lætur ekkert uppi um hvenær hann segi af sér. Blóðug átök hafa staðið í landinu í síðustu viku þar sem um 150 manns hafa látist í átökum stjórnarhersins við mótmælendur. Þeir hafa kallað ákaft eftir því að Saleh stígi til hliðar eftir 33ja ára valdatíð sem þykir framar öðru hafa einkennst af spillingu og getuleysi í baráttu við fátækt og glæpi. Í ávarpi í gær boðaði Saleh að hann væri tilbúinn til að setjast að samningaborðinu á ný til að koma á friði í landinu. Laugardagurinn var hins vegar sá blóðugasti frá því að mótmælaaðgerðir hófust í febrúar. Stjórnarhermenn hafa meðal annars beitt sprengjuvörpum og leyniskyttum til að berja niður mótmælin. Saleh hafði dvalist í Sádi-Arabíu frá því í júní, en þangað fór hann til að leita sér lækninga eftir að hafa særst alvarlega í sprengjuárás. Fjölmargir aðilar, meðal annars Samvinnuráð Persaflóa þar sem Sádi-Arabar eru í fararbroddi, hafa hvatt Saleh til að segja af sér. Þó hann segist reiðubúinn til að boða til kosninga telja andstæðingar forsetans að hann sé með þessu að tefja málin vísvitandi á meðan hann herðir tökin á landinu á ný. Vesturveldin hafa áhyggjur af því Jemen þar sem landið virðist vera orðin bækistöð fyrir hryðjuverkahópa sem tengjast meðal annars al-Qaeda. Hópar tengdir al-Qaeda hafa þegar nýtt sér upplausnarástandið og lagt undir sig bæi og borgir í suðurhluta landsins. Saleh segir sjálfur að andstæðingar sínir séu í samkrulli við al-Qaeda um að velta stjórn sinni. Hann hefur margoft sagt að njóti hans ekki við muni hryðjuverkamenn taka öll völd í landinu. Sáttmáli um stjórnarskipti, sem var saminn að frumkvæði Persaflóaríkjanna, hefur lengi legið fyrir. Samkvæmt honum þarf Saleh að láta af völdum umsvifalaust og og boða til kosninga. Hann hefur margoft vísað til þessa samkomulags en alltaf bakkað áður en til undirritunar kemur. Í ávarpi sínu í gær sagðist Saleh vera boðberi friðar og sátta, en miðað við atburði síðustu daga virist enn langt í að ástandið róist í Jemen. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira