Innlent

Björn nýr formaður Starfsgreinasambandsins

Björn Snæbjörnsson. Mynd af vef Einingar-Iðju.
Björn Snæbjörnsson. Mynd af vef Einingar-Iðju.

Björn Snæbjörnsson hefur tekið við formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands eftir að Kristján Gunnarsson tilkynnti um afsögn sína fyrr í dag.

Björn var varaformaður félagsins og tekur því sjálfkrafa við. Næsta þing sambandsins verður haldið í október en það er haldið á tveggja ára fresti.

Kristján sagði af sér í dag formennsku í Starfsgreinasambandinu, auk þess sem hann hættir að sinna trúnaðarstörfum fyrir ASÍ og lífeyrissjóðinn Festu.

„Það er sorglegt að þetta skuli hafa komið svona upp en Kristján var mjög öflugur formaður og það er eftirsjá af honum," sagði Björn í samtali við Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×