Erlent

Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann

Lögregluþjónar utan við dómþingið þar sem mál James Whitey Bulger var tekið fyrir síðastliðinn 24. júní.
Lögregluþjónar utan við dómþingið þar sem mál James Whitey Bulger var tekið fyrir síðastliðinn 24. júní. Mynd/AFP

Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag.

Það var íslenska fegurðardrottningin og leikkonan Anna Björnsdóttir sem kom upp um Bulger og hlaut hún 230 milljónir króna að launum.

Anna sem varð Ungfrú Ísland árið 1974 sá mynd af Bulger á CNN þegar hún var stödd hér á landi og þekkti hann strax, enda bjó hún í sama húsi og hann í Santa Monica. Hún hringdi og lét lögregluna vita, en það símtal leiddi til handtökunnar.

Bulger er meðal annars talinn bera ábyrgð á 19 morðum fíkniefnasölu og peningaþvætti.

Hér má sjá umfjöllun Boston Globe um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×