Fótbolti

Íslandsbaninn að leggja skónna á hilluna aðeins 20 ára gömul

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilie Pedersen skorar hér sigurmarki sitt á móti Íslandi.
Cecilie Pedersen skorar hér sigurmarki sitt á móti Íslandi. Mynd/AFP
Norska landsliðskonan Cecilie Pedersen vakti mikla athygli þegar hún var valin í norska landsliðshópinn á EM 2009 þrátt fyrir að spila í neðri deildum í Noregi. Hún kom síðan mikið við sögu í leiknum á móti Íslandi. Pedersen sem nú er aðeins tvítug íhugar nú að leggja skónna á hilluna.

Eli Langsem, norski landsliðsþjálfarinn, vildi að Pedersen færi í sterkara lið og mörg norsk úrvalsdeildarlið vildu fá hana til sín. Nú er hún aftur á móti að hugsa alvarlega um að hætta í fótbolta.

Cecilie Pedersen tryggði Noregi 1-0 sigur á Íslandi í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni EM 2009 en hún skoraði þá með síðustu spyrnu fyrri hálfleiksins í sínum fyrsta landsleik. Hún sló í gegn í Noregi og fékk að lokum Gullboltann sem knattspyrnukona ársins.

Pedersen hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í tvo mánuði og segist bara spjara sig ágætlega án fótboltans. Hún á enn ár eftir af samningi sínum við B-deildarliðið Avaldsnes og það er vitað af tilraunum Arna-Bjørnar til þess að kaupa hana. Eins og staðan er núna er allt eins víst að hún spili ekki fótbolta aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×