Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þrjú mörk í 5-0 sigri Malmö á Jitex í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem hún afrekar að skora þrennu.
Mörkin þrjú skoraði hún á 32., 45. og 90. mínútu en sigur Malmö var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna.
Sigurinn fleytti Malmö á topp deildarinnar þar sem að Umeå gerði jafntefli við Piteå á sama tíma í kvöld, 2-2. Malmö og Umeå eru jöfn á toppnum með 31 stig eftir fjórtán leiki en Malmö með betra markahlutfall.
Örebro vann 2-0 sigur á Linköping. Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir léku allan leikinn fyrir Örebro sem er í fimmta sæti deidlarinnar með 23 stig. María Björg Ágústsdóttir, markvörður, var einnig í byrjunarliði Örebro en meiddist snemma í leiknum og varð af fara af velli.
Edda leysti hana af í markinu og kláraði leikinn með því að halda hreinu.
Þá tapaði Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, fyrir Hammarby á útivelli, 1-0. Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Sif Atladóttir léku allan leikinn fyrir Kristianstad en Erla Steina Arnardóttir kom inn á sem varamaður á 72. mínútu.
Tapið er óvænt en Kristianstad er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig en Hammarby í fallsæti, nú með sjö stig.
Sara Björk með þrennu í annað skiptið á tímabilinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
