„Við byrjuðum þennan leik svosem ágætlega, en síðan kemst Valur í takt við leikinn og eftir það sáum við ekki til sólar," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í kvöld.
„Við töluðum um það í hálfleik að bæta baráttuna í síðari hálfleik, en Valsmenn komu sterkir út í hálfleikinn og skoraðu fljótlega. Við vorum nokkuð vankaðir eftir markið og lengi aftur í gang".
„Síðasta hálftímann ætluðu menn síðan að reyna redda málunum og það gekk bara ekki eftir í kvöld. Strákarnir spiluðu ágætlega í lokin og við vorum bara óheppnir að ná ekki að skora," sagði Heimir.
„Leikmenn mínir verða hreinlega að átta sig á því að við verðum að mæta grimmir í alla leiki en þá verðum við í lagi í sumar, ef ekki þá verður liðið í vandræðum," sagði Heimir Guðjónsson.
Íslenski boltinn