Íslenski boltinn

Kristján: Ekki hægt að kvarta undan svona byrjun

Stefán Árni Pálsson á Vodafone-vellinum skrifar
Kristján fagnar sigrunum í kvöld ásamt.
Kristján fagnar sigrunum í kvöld ásamt. Mynd/Anton
„Það er ekki hægt að kvarta undan því að vinna FH, margfalda Bikar-og Íslandsmeistara í fyrsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld.

„Svona úrslit eiga að gefa öllum Valsmönnum byr undir báða vængi".

„Í byrjun leiksins var smá taugatitringur í liðinu sem skýrist af ákveðnu spennufalli í strákunum, en þeir voru í raun aðeins of tilbúnir í þennan leik".

„Við náðum síðan að vinna okkur útúr þeim vanda og byrjum að nálgast leikinn eins og lagt var upp með, þá fóru hlutirnir að ganga upp hjá okkur. Það er komin ákveðin sigurvegarahugsun í liðið og þegar það blandast saman við vinnusemi og dugnað þá eigum við eftir að standa okkur vel í sumar," sagði Kristján.

„Þetta er stór og breiður hópur og við í þjálfarateyminu erum virkilega ánægðir með leikmennina og treystum þeim öllum til þess að spila," sagði Kristján Guðmundsson, sáttur í leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×