Hvítabirnir líka jurtaætur og geta verið án matar mánuðum saman KMU skrifar 8. maí 2011 19:20 Hvítabirnir éta bæði gras og þang og þeir eru oftast skræfur í samskiptum við menn, ólíkt því sem margir halda, en ýmsar ranghugmyndir um atferli hvítabjarna virðast áberandi í umræðunni hérlendis. Þegar skipverjar drápu ísbjörn á sundi út af Vestfjörðum fyrir átján árum var rætt um að hann hefði annars orðið aðframkominn og drukknað. Nú er staðfest að birnir geta leikandi synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel margar ferðir án matar. Svo er sagt er að til Íslands komi bara gömul, veik og villuráfandi dýr. Ævar Petersen dýrafræðingur telur að þetta séu ekki dýr á síðasta snúningi og hallast fremur að því að þau sé eðlilegur hluti af stofninum. Bjarndýrin eru sögð utan heimkynna sinna. Ævar telur þvert á móti að þau sem hingað komi séu ekki utan heimkynna sinna enda hafi þetta gerst alla tíð. Svo segja menn eitthvað skrýtið að gerast af því að svo margir hafi komið síðustu ár. Ævar segir að það sé alger firra, sem haldið hefur verið fram, að á undan þessum síðustu sem komu hafi aðeins fjórir birnir komið hingað á síðustu 70 árum. Þeir séu að minnsta kosti 30 á þessu tímabili, og telur Ævar að lengra tímabil þurfi til að fullyrða að bjarnarkomum sé að fjölga. Ævar hafnar líka staðhæfingum um hættu á að tríkínur berist með þeim, - þær hefðu þá átt að berast fyrir löngu. Svo eru þeir sagðir árásargjarnir. Ævar segir að því fari fjarri að hvítabirnir ráðist alltaf á menn. Raunar forðast þeir menn og oftast dugar að fæla þá í burtu með hávaða. Þá hunskast þeir yfirleitt í burtu og eru jafnvel hræddari en mennirnir, segir Ævar, en tekur jafnframt fram að það komi fyrir að þeir nálgist menn. Með aukinni þekkingu á atferli hvítabjarna hefur árásum á fólk snarfækkað á undanförnum áratugum. Í Kanada, þar sem nábýlið er einna mest, eru 22 ár frá því hvítabjörn varð manni síðast að bana, og í Alaska er aðeins vitað um eitt dauðsfall á síðustu þrjátíu árum. Hérlendis eru drápin réttlætt með því að þeir séu glorhungraðir og finni engan mat. Sannleikurinn er sá að þeir geta verið án matar mánuðum saman, - það fer þó eftir ástandi þeirra, að sögn Ævars. Fullorðnum birni dugar venjulegast einn selur á viku. En þeir éta líka þang og þara, - eru sem sagt jurtaætur líka. Hundar éta stundum gras, segir Ævar. "Hvítabirnir gera það líka." Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hvítabirnir éta bæði gras og þang og þeir eru oftast skræfur í samskiptum við menn, ólíkt því sem margir halda, en ýmsar ranghugmyndir um atferli hvítabjarna virðast áberandi í umræðunni hérlendis. Þegar skipverjar drápu ísbjörn á sundi út af Vestfjörðum fyrir átján árum var rætt um að hann hefði annars orðið aðframkominn og drukknað. Nú er staðfest að birnir geta leikandi synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel margar ferðir án matar. Svo er sagt er að til Íslands komi bara gömul, veik og villuráfandi dýr. Ævar Petersen dýrafræðingur telur að þetta séu ekki dýr á síðasta snúningi og hallast fremur að því að þau sé eðlilegur hluti af stofninum. Bjarndýrin eru sögð utan heimkynna sinna. Ævar telur þvert á móti að þau sem hingað komi séu ekki utan heimkynna sinna enda hafi þetta gerst alla tíð. Svo segja menn eitthvað skrýtið að gerast af því að svo margir hafi komið síðustu ár. Ævar segir að það sé alger firra, sem haldið hefur verið fram, að á undan þessum síðustu sem komu hafi aðeins fjórir birnir komið hingað á síðustu 70 árum. Þeir séu að minnsta kosti 30 á þessu tímabili, og telur Ævar að lengra tímabil þurfi til að fullyrða að bjarnarkomum sé að fjölga. Ævar hafnar líka staðhæfingum um hættu á að tríkínur berist með þeim, - þær hefðu þá átt að berast fyrir löngu. Svo eru þeir sagðir árásargjarnir. Ævar segir að því fari fjarri að hvítabirnir ráðist alltaf á menn. Raunar forðast þeir menn og oftast dugar að fæla þá í burtu með hávaða. Þá hunskast þeir yfirleitt í burtu og eru jafnvel hræddari en mennirnir, segir Ævar, en tekur jafnframt fram að það komi fyrir að þeir nálgist menn. Með aukinni þekkingu á atferli hvítabjarna hefur árásum á fólk snarfækkað á undanförnum áratugum. Í Kanada, þar sem nábýlið er einna mest, eru 22 ár frá því hvítabjörn varð manni síðast að bana, og í Alaska er aðeins vitað um eitt dauðsfall á síðustu þrjátíu árum. Hérlendis eru drápin réttlætt með því að þeir séu glorhungraðir og finni engan mat. Sannleikurinn er sá að þeir geta verið án matar mánuðum saman, - það fer þó eftir ástandi þeirra, að sögn Ævars. Fullorðnum birni dugar venjulegast einn selur á viku. En þeir éta líka þang og þara, - eru sem sagt jurtaætur líka. Hundar éta stundum gras, segir Ævar. "Hvítabirnir gera það líka."
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira