Erlent

Vill rannsókn á blóðbaðinu á Fílabeinsströndinni

Hermenn á Fílabeinsströndinni.
Hermenn á Fílabeinsströndinni.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon vill að forseti Fílabeinsstrandarinnar, sem Sameinuðu þjóðirnar telja réttkjörinn, rannsaki fjöldamorð sem voru framin á tveimur dögum í bænum Duekoue í vikunni.

Rauði krossinn kom í bæinn í gær og sagði þá frá því að um þúsund lík væru þar að finna. Aðalritaranum var brugðið við að heyra fregnirnar samkvæmt fréttastofu breska ríkisútvarpsins.

Harðvítug átök eiga sér stað á milli fylgismanna Alassane Ouattara, sem er talinn réttkjörinn forseti, og Laurent Gbagbo, sem neitar að láta af völdum eftir að hann tapaði í forsetakosningunum í landinu rétt fyrir áramót.


Tengdar fréttir

Blóðbað á Fílabeinsströndinni

MInnsta kosti átta hundruð manns hafa verið drepnir í átökum í bænum Duekoeu á Fílabeinsströndinni í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×