Gleymdi aldrei sögunni 11. desember 2011 07:00 „Sögumaðurinn er Íslendingur sem býr í útlöndum og sér aðstæður því utan frá,“ segir Sigrún Davíðsdóttir um nýútkomna skáldsögu sína. fréttablaðið/anton Listamaður og blaðamaður rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi í Samhengi hlutanna, nýrri skáldsögu eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Höfundurinn rekur tilurð sögunnar aftur til ársins 2006, áður en íslenska útrásin varð að efnahagshruni. „Sagan er skrifuð inn í íslenskan veruleika á tímabilinu desember 2009 fram á vor 2010 og endurspeglar margt af því sem fólk var að velta fyrir sér á þessum tíma. Sögumaðurinn er Íslendingur sem býr í útlöndum og sér aðstæður því utan frá,“ segir Sigrún Davíðsdóttir um skáldsögu sína Samhengi hlutanna sem er nýkomin út. Þetta er önnur skáldsaga Sigrúnar fyrir fullorðna lesendur, en hún hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 1989 fyrir bókina Silfur Egils og sendi frá sér skáldsöguna Feimnismál árið 2006. Í upphafi Samhengis hlutanna lætur blaðakonan Hulda, sem búsett er í London, lífið í umferðarslysi. Hulda hafði fjallað á gagnrýninn hátt um umsvif íslenskra auðmanna á erlendri grund og var langt komin með bók um bankahrunið. Sambýlismaður Huldu er listamaðurinn Arnar, sögumaður bókarinnar, sem fær heimsókn frá blaðamanninum Ragga, gömlum vini Huldu. Saman halda þeir Arnar og Raggi rannsóknum Huldu áfram og rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi. „Undirtitillinn er Skáldsaga um áleitinn raunveruleika og ég vona að bókin sé einmitt það. Nokkurs konar spennandi ferðasaga um þennan raunveruleika,“ segir höfundurinn. Sigrún, sem sjálf er búsett í London og er þekkt fyrir gagnrýna pistla sína í Ríkisútvarpinu sem fjalla oftar en ekki um efnahagsmál, rekur tilurð bókarinnar aftur til ársins 2006. „Þá fékk ég þá hugmynd að skrifa sögu þar sem íslenska útrásin yrði í bakgrunni. Ég hætti við það og fór að fást við aðra hluti, en gleymdi þó aldrei sögunni og tók hana aftur upp vorið 2009. Þá hafði viðskiptalífið skipt um ham og útrásin orðin að hruni. Þar sem ég bjó erlendis hafði ég kannski aðra sýn á það sem var að gerast á Íslandi. Mér þótti það mjög athyglisvert og upplagt efni í íslenska samtímaskáldsögu,“ segir Sigrún. kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Listamaður og blaðamaður rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi í Samhengi hlutanna, nýrri skáldsögu eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Höfundurinn rekur tilurð sögunnar aftur til ársins 2006, áður en íslenska útrásin varð að efnahagshruni. „Sagan er skrifuð inn í íslenskan veruleika á tímabilinu desember 2009 fram á vor 2010 og endurspeglar margt af því sem fólk var að velta fyrir sér á þessum tíma. Sögumaðurinn er Íslendingur sem býr í útlöndum og sér aðstæður því utan frá,“ segir Sigrún Davíðsdóttir um skáldsögu sína Samhengi hlutanna sem er nýkomin út. Þetta er önnur skáldsaga Sigrúnar fyrir fullorðna lesendur, en hún hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 1989 fyrir bókina Silfur Egils og sendi frá sér skáldsöguna Feimnismál árið 2006. Í upphafi Samhengis hlutanna lætur blaðakonan Hulda, sem búsett er í London, lífið í umferðarslysi. Hulda hafði fjallað á gagnrýninn hátt um umsvif íslenskra auðmanna á erlendri grund og var langt komin með bók um bankahrunið. Sambýlismaður Huldu er listamaðurinn Arnar, sögumaður bókarinnar, sem fær heimsókn frá blaðamanninum Ragga, gömlum vini Huldu. Saman halda þeir Arnar og Raggi rannsóknum Huldu áfram og rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi. „Undirtitillinn er Skáldsaga um áleitinn raunveruleika og ég vona að bókin sé einmitt það. Nokkurs konar spennandi ferðasaga um þennan raunveruleika,“ segir höfundurinn. Sigrún, sem sjálf er búsett í London og er þekkt fyrir gagnrýna pistla sína í Ríkisútvarpinu sem fjalla oftar en ekki um efnahagsmál, rekur tilurð bókarinnar aftur til ársins 2006. „Þá fékk ég þá hugmynd að skrifa sögu þar sem íslenska útrásin yrði í bakgrunni. Ég hætti við það og fór að fást við aðra hluti, en gleymdi þó aldrei sögunni og tók hana aftur upp vorið 2009. Þá hafði viðskiptalífið skipt um ham og útrásin orðin að hruni. Þar sem ég bjó erlendis hafði ég kannski aðra sýn á það sem var að gerast á Íslandi. Mér þótti það mjög athyglisvert og upplagt efni í íslenska samtímaskáldsögu,“ segir Sigrún. kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira