Ótvíræður árangur hjá ríkisstjórninni 29. október 2011 03:30 Steingrímur J. sigfússon Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setningarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. „Þá blasir við að það hefur unnist vel úr erfiðri, sumir sögðu vonlausri, stöðu Íslands. Hagvöxtur er genginn í garð. Skerðing lífskjara hefur verið stöðvuð og kaupmáttur er farinn að aukast,“ sagði Steingrímur sem ræddi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann bætti síðar við að nú þyrfti meira að fara að gerast í fjárfestingu, uppbyggingu og fjölgun starfa. Steingrímur rifjaði upp erfiða stöðu landsins í kjölfar bankahrunsins og viðvörunarorð Vinstri grænna árin á undan. Hann sagði baráttu ríkisstjórnarinnar hafa snúist um endurheimt efnahagslegs sjálfstæðis og framtíð velferðarsamfélagsins. Sú barátta ynnist ekki án fórna og þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sviði ríkisfjármála hefðu verið sársaukafullur hefðu þær verið óumflýjanlegar. Steingrímur sagði breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu hafa verið í samræmi við pólitíska stefnumótun flokksins. Þær hefðu miðast við meiri tekjujöfnun og græna skatta, svo eitthvað sé nefnt. Þá benti hann á að helmingur hjóna greiddi nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þar með talinn fjármagnstekjuskatt, en árið 2008. Loks fjallaði Steingrímur um valkosti Íslendinga í peningamálum. Hann sagði íslensku krónuna hafa reynst okkur vel á erfiðum tímum og sagðist sannfærður um að atvinnuleysi hefði farið í háa tveggja stafa prósentutölu ef Íslendingar hefðu ekki haft eigin gjaldmiðil síðustu ár. Þá hefði reynsla annarra þjóða sýnt að alveg eins væri hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum.- mþl Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setningarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. „Þá blasir við að það hefur unnist vel úr erfiðri, sumir sögðu vonlausri, stöðu Íslands. Hagvöxtur er genginn í garð. Skerðing lífskjara hefur verið stöðvuð og kaupmáttur er farinn að aukast,“ sagði Steingrímur sem ræddi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann bætti síðar við að nú þyrfti meira að fara að gerast í fjárfestingu, uppbyggingu og fjölgun starfa. Steingrímur rifjaði upp erfiða stöðu landsins í kjölfar bankahrunsins og viðvörunarorð Vinstri grænna árin á undan. Hann sagði baráttu ríkisstjórnarinnar hafa snúist um endurheimt efnahagslegs sjálfstæðis og framtíð velferðarsamfélagsins. Sú barátta ynnist ekki án fórna og þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sviði ríkisfjármála hefðu verið sársaukafullur hefðu þær verið óumflýjanlegar. Steingrímur sagði breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu hafa verið í samræmi við pólitíska stefnumótun flokksins. Þær hefðu miðast við meiri tekjujöfnun og græna skatta, svo eitthvað sé nefnt. Þá benti hann á að helmingur hjóna greiddi nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þar með talinn fjármagnstekjuskatt, en árið 2008. Loks fjallaði Steingrímur um valkosti Íslendinga í peningamálum. Hann sagði íslensku krónuna hafa reynst okkur vel á erfiðum tímum og sagðist sannfærður um að atvinnuleysi hefði farið í háa tveggja stafa prósentutölu ef Íslendingar hefðu ekki haft eigin gjaldmiðil síðustu ár. Þá hefði reynsla annarra þjóða sýnt að alveg eins væri hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum.- mþl
Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira