Innlent

Vill að ráðningarferli vegna forstjóra OR verði rannsakað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er stjórnarmaður í OR.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er stjórnarmaður í OR.
Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að borgarlögmanni eða innri endurskoðanda borgarinnar verði falið að fara yfir ráðningarferli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Kjartan ætlar að leggja fram tillögu þessa efnis á næsta borgarráðsfundi.

Kjartan gagnrýnir það ráðningarferli sem hefur verið í gangi að undanförnu. Á borgarstjórnarfundi í dag benti hann á að lögum samkvæmt sé það stjórn Orkuveitunnar sem ræður forstjóra fyrirtækisins. Stjórnarmenn eigi að kynna sér gögn nægilega vel til þess að taka upplýsta ákvörðun hverju sinni.

Kjartan segir að stjórnarmenn í Orkuveitu Reykjavíkur hafi ekki fengið nægar upplýsingar um umsækjendur um stöðu forstjóra Orkuveitunnar. Hins vegar hafi starfandi forstjóri farið yfir umsóknir ásamt sérstökum ráðgjafa, kallað umsækjendur í viðtöl og sett saman lista yfir nokkra álitlega umsækjendur án þess að hafa til þess umboð stjórnar. Kjartan segir því ljóst að mikið vanti á að umrætt ráðningarferli sé faglegt, gagnsætt og jafnvel löglegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×