Sölvi Geir Ottesen skoraði eitt mark sinna manna í FCK þegar að liðið vann 3-1 sigur á OB í dönsku úrvalsdeildinni. Sölvi þurfti þó að fara meiddur af velli í seinni hálfleik.
Sölvi og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir í vörn FCK og spilaði Ragnar allan leikinn. Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður í liði OB og spilaði síðustu átta mínúturnar.
OB komst yfir í leiknum með marki Rasmus Jensen á 34. mínútu en Sölvi jafnaði með skallamarki undir lok fyrri hálfleiks. Cesar Santin skoraði svo tvívegis fyrir FCK og tryggði sínum mönnum sigur.
FCK er komið með 32 stig og er á toppi deildarinnar með sjö stiga forystu á næsta lið, Nordsjælland. OB er í sjöunda sæti með átján stig.
