Innlent

Ný íslensk kvikmyndaverðlaun

Frá tökum á myndinni Mamma Gógó en hún er ein myndanna sem tilnefnd er í flokknum Besta íslenska kvikmyndin. Mynd/Stefán
Frá tökum á myndinni Mamma Gógó en hún er ein myndanna sem tilnefnd er í flokknum Besta íslenska kvikmyndin. Mynd/Stefán

Í lok janúar verða ný íslensk kvikmyndaverðlaun afhent í fyrsta sinn. Eru þau samstarfsverkefni tímaritsins Mynda mánaðarins og vefjarins kvikmyndir.is. Þessi verðlaun eru nýjung á Íslandi og eru ólík verðlaunum eins og Edduverðlaununum á tvo vegu, segir í tilkynningu.

Í fyrsta lagi er hér um áhorfendaverðlaun að ræða, ekki ósvipað verðlaunum eins og Empire Movie Awards og MTV Movie Awards, þar sem í stað þess að aðilar innan kvikmyndaiðnaðarins kjósi sín á milli eru það áhorfendur sem fá að velja það besta frá árinu, og hafa þeir algerlega lokaorðið í því vali.

Í öðru lagi er einnig valið úr erlendum myndum, en þetta eru einu kvikmyndaverðlaunin á Íslandi sem gera það. Er ætlunin að þessi verðlaun verði árlegur viðburður þar sem áhorfendur á Íslandi fái sinn eigin vettvang til að verðlauna það sem þeim þykir skara fram úr í kvikmyndaheiminum.

Alls eru verðlaunaflokkarnir sextán talsins, en þar á meðal eru fjórir flokkar eingöngu tileinkaðir íslenskum myndum. Hægt er að kjósa hér á kvikmyndir.is. Þar er einnig hægt að fá nánari útlistun á flokkum og tilnefningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×