Innlent

Nóg að gera í Vestmannaeyjum í nótt

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar
Það var nóg að gera hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt, en þar fór fram hin árlega goslokahátíð. Þrír gistu fangageymslu en einn þeirra var handtekinn á skemmtistað bæjarins þar sem hann hafði tekið upp hníf og ógnað fólki.

Annar var handtekinn í annarlegu ástandi eftir að hafa slegið mann með hafnarboltakylfu. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut þó ekki alvarlega áverka af. Sá sem réðst á manninn hafði einnig gist fangageymslu nóttina áður fyrir innbrot í verslun í bænum.

Um miðnætti fékk svo lögreglan tilkynningu frá skipstjóra sem var á leið í land með ölóðan mann um borð en hann gekk berserksgang um borð í skipinu.

Þá var maður kærður fyrir líkamsárás fyrir utan skemmtistað  en að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni komu mörg önnur verkefni á borð hennar í nótt.

Ekki er vitað hvort þessi hátíð gefi tóninn fyrir þjóðhátíð í Eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×