Erlent

Chavez með krabbamein

Fídel Kastró, fyrrverandi leiðtogi Kúbu, og Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Fídel Kastró, fyrrverandi leiðtogi Kúbu, og Hugo Chavez, forseti Venesúela. Mynd/AP
Hugo Chavez, forseti Venesúela, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í gær að hann hefði greinst með krabbamein. Sagði hann að læknar á Kúbu hefðu fjarlægt úr honum æxli.

Þetta var í fyrsta sinn sem hann kom fram í fjölmiðlum frá því 10. júní en þá varð hann að fara í bráðaaðgerð á mjöðm. Síðan þá hafði orðrómur verið um að forsetinn væri með krabbamein. „Ég hef látið heilsuna sitja á hakanum og verið tregur við að fara í skoðun. Það eru grundvallarmistök hjá byltingarmanni," sagði Chavez í ávarpi sínu.- jse


Tengdar fréttir

Heilsufar Hugos Chavez enn á huldu

Ekki liggur fyrir hvort Hugos Chavez, forseti Venesúela, sé heill heilsu en orðrómur er á kreiki um að hann sé alvarlega veikur. Ráðstefna sem átti að hefjast í Venesúela 5. júlí hefur verið aflýst og eru veikindi forsetans sögð orsökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×