Innlent

Listakonan Sissú látin

Sigþrúður Pálsdóttir
Sigþrúður Pálsdóttir
Sigþrúður Pálsdóttir myndlistarmaður, jafnan kölluð Sissú, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á fimmtudag.

Sigþrúður var fædd í Reykjavík 22. nóvember 1954. Hún nam meðal annars við Bergenholtz Reklame Fagskole, Listaakademíuna í Kaupmannahöfn, Universita per Stranieri á Ítalíu, Art Students League of New York, School of Visual Arts.

Hún hélt um tuttugu einkasýningar auk fjölda samsýninga. Sigþrúður lætur eftir sig eina dóttur og fjögur barnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×