Innlent

Könnun ASÍ: Útsvar og álagning eftir sveitarfélögum

Lægst er útsvarið 12,46% í Garðabæ.
Lægst er útsvarið 12,46% í Garðabæ.
Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði breytingar á útsvari og álagningu fasteignagjalda í fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Útsvarsprósentan er óbreytt frá árinu 2010 í 13 sveitafélögum af 15 en mesta hækkun er á Seltjarnarnesi úr 12,1 í 12,98%. Þrettán af þeim 15 sveitarfélögum sem skoðuð voru, innheimta hámarks leyfilegt útsvar 13,28%. Lægst er útsvarið 12,46% í Garðabæ.

Fasteignamatið sem er stofn til álagningar fasteignaskatts, lækkar víðast milli ára en álagningarprósenta fasteignaskatts hækkar á móti.

Fasteignaskattur hækkar mest í Fellabæ

Álagður fasteignaskattur hækkar mest í fjölbýli í Fellabæ í Fljótdalshéraði 43% en mesta lækkun fasteignaskatts á milli ára er í fjölbýli á á Eyrarbakka 30%.

Hækkun á holræsagjaldi milli ára er mest á Ísafirði 23%, en lækkar mest í Mosfellsbæ um 22%. Lóðaleiga hækkar mest í Reykjavík um 87-98% á milli ára, en mest lækkar hún á Fljótdalshéraði um 48-64%.

Fjarðarbyggð hækkar sorpgjald um 54%

Ellefu sveitarfélög af fimmtán hafa hækkað hjá sér vatnsgjaldið milli ára. Sorphirðugjaldið hækkar milli ára í öllum sveitafélögunum nema Akureyri og Fljótdalshéraði. Mesta hækkun sorphirðu er í Fjarðarbyggð en þar var gjaldið 21.989 kr. í fyrra en er nú 33.946 kr., sem er 54% hækkun.



Tólf af fimmtán með hámarks úsvar


Tólf af þeim fimmtán sveitarfélögum sem skoðuð voru, innheimta hámarks leyfilegt útsvar 13,28%, Garðabær innheimtir lægsta útsvarið eða 12,46% og Seltjarnarneskaupstaður innheimtir 12,98%. Reykjavík hækkar útsvarið í 13,2% úr 13,03%. Útsvarsprósentan er óbreytt frá árinu 2010 hjá 12 sveitarfélögum af 15, mesta hækkunin á milli ára er á Seltjarnarnesi úr 12,1% í 12,98%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×