„Við höfum alltaf haft trú á verkefninu og erum búnir að vinna vel í okkar málum og þegar menn gera það, þá er þeim launað,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld sem Breiðablik vann 2-1 gegn Keflavík í 8. umferð Pepsi-deildar karla.
„Í kvöld var mikil festa í varnarleik okkar og allar okkar sóknaraðgerðir voru beinskeyttar. Það gekk vel að byggja upp spil sem lauk með hættulegu færi í kvöld og það hefur vantað örlítið í sumar. Liðið sýndi mikinn aga og allir leikmennirnir unnu vel fyrir sínu í kvöld,“ sagði Ólafur.
Ólafur: Vorum beinskeyttir allan leikinn
Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar
Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
