Enski boltinn

David De Gea í læknisskoðun hjá Manchester United

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
De Gea hafði lítið að gera í marki Spánverja á EM U-21 landsliða í Danmörku
De Gea hafði lítið að gera í marki Spánverja á EM U-21 landsliða í Danmörku Mynd/AFP Nordic
Markvörðurinn David De Gea er í læknisskoðun þess stundina vegna félagsskipta hans frá Atletico Madrid til Manchester United sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Talið er að ensku meistararnir þurfi að greiða 18.9 milljónir punda fyrir markvörðinn.

Markverðirnir Tomasz Kuszczak, Anders Lindegaard og Ben Amos eru einnig á mála hjá United en talið er að De Gea sé hugsaður sem arftaki Hollendingsins Edwin van der Sar. Spánverjinn þykir þó hafa ýmsa svipaða eiginleika og Hollendingurinn.

„Hann er hávaxinn, sterkur í fyrirgjöfum, ver mikið af skotum og kemur boltanum vel í spil", segir Diego Forlan liðsfélagi De Gea hjá Atletico Madrid sem spilaði á sínum tíma hjá Englandsmeisturunum.

Það tók Alex Ferguson sex ár að finna arftaka Peter Schmeichel og þurfti Ferguson að prófa ansi marga milli stanganna sem þóttu ekki standa sig nógu vel. Ljóst er að hann hefur engan áhuga á að lenda aftur í svipuðu veseni nú þegar Van der Sar hefur lagt skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×