Erlent

Banksy bannað að mæta í dulargervi á Óskarinn

Heimildarmyndin dularfulla heitir Exit through the gift shop
Heimildarmyndin dularfulla heitir Exit through the gift shop
Dularfulla listamanninum Banksy hefur verið synjað um leyfi til að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina í dulargerfi. Heimildarmyndin hans, Exit through the gift shop, er þar tilnefnd til verðlauna. Banksy er hvað þekktastur fyrir veggjalistaverk sín.

Enginn veit í raun hver Banksy er og því þótti honum ótækt að mæta án dulargervis á hátíðina. Beiðni hans þess efnis hefur hins vegar verið hafnað.

Forseti akademíunnar, Bruce Davis, segir í samtali við breska Guardian að hann hafi neyðst til að taka þessa ákvörðun. Hann bendir á að ef myndin fengi verðlaun og fimm menn birtust á sviðinu í dulargervi en segðust allir vera Banksy, myndi vera ómögulegt að afhenda styttuna þeim eina rétta.

Eitt þekkstasta verk Banksy sem stendur í Brighton í Bretlandi
Banksy segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart.

Hann játar þó að hann sé ekkert sérstaklega hrifinn af verðlaunaathöfnum, en hefði verið tilbúinn til að gera undantekningu þar sem hann sjálfur er tilnefndur. Banksy bætir sposkur við: „Síðast þegar það var nakinn gullhúðaðir karlmaður í íbúðinni minni var það ég sjálfur."

Talið er að Banksy láti ekki sjá sig í Kodak-höllinni í Los Angeles eftir þetta. Vegfarendur hafa hins vegar tekið eftir fjölda nýrra veggjalistaverka í borginni, og er Banksy grunaður um að hafa þar verið að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×