Erlent

Gaddafi segir að hann sé enn staddur í Líbýu

Muammar Gaddafi leiðtogi Líbýu segir að hann sé enn staddur í Trípólí höfuðborg landsins.

Þrálátur orðrómur var í gærdag um að Gaddafi væri flúinn til Vensúela. Gaddafi kom örstutt fram í líbýska sjónvarpinu í gærkvöldi, í fyrsta sinn frá því að mótmælin hófust í landinu.

Götubardagar héldu áfram í Trípólí í nótt og hefur sjónvarpsstöðin Al Jazeera það eftir sjónarvottum að um 60 manns hafi fallið í þeim. Æ fleiri hermenn og opinberir starfsmenn hafa gengið til liðs við mótmælendur í viðleitni þeirra til að losa sig við Gaddafi.

Efnt hefur verið til lokaðs fundar hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem ræða á stöðuna í Líbýu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×