Innlent

Hnúfubakar við Sandgerði - myndir

Meðfylgjandi myndir voru teknar um borð í Eldingu hvalaskoðunarskipi.
Meðfylgjandi myndir voru teknar um borð í Eldingu hvalaskoðunarskipi.

Nokkrir hnúfubakar sáust frá Sandgerði í gær, og enn betur frá hvalaskoðunarskipinu Eldingu, sem var þar með ferðamenn.

Næst voru þeir í aðeins kílómetra fjarlægð frá ströndinni og sýndu þar sín tilkomumiklu sporðaköst.

Hnúfubakar geta orðið allt að 17 metrar að lengd og 40 tonn að þyngd. Líklegt er að þeir hafi verið að elta loðnuna, sem nú er komin að Garðskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×