Erlent

Dráp bin Laden dregur dilk á eftir sér

Afdrep bin Ladens í Abottabad, Pakistan.
Afdrep bin Ladens í Abottabad, Pakistan. mynd/AFP
Niðurstaða nefndar sem skipuð var af yfirvöldum í Pakistan mælir með því að Dr. Shakeel Afridi verði saksóttur fyrir landráð. Læknirinn er sakaður um að hafa aðstoðað leyniþjónustu Bandaríkjanna við að hafa hendur í hári Osama bin-Laden.

Nefndin telur að CIA hafi fengið Afridi til að framkvæma falskar bólusetningar í bænum Abottabad en bin-Laden var þar í felum.

Mál Afridi mun auka enn á diplómatískar deilur Bandaríkjanna og Pakistans. Aðgerðin, sem leyddi til dauða bin-Ladens, hefur verið harðlega gagnrýnd af yfirvöldum í Pakistans.

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa hvatt Pakistan til þess að færa Afridi í þeirra hendur, enda hafi hann hjálpað við að handasma eftirsóttasta hryðuverkamann veraldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×