Erlent

Stríðinu á Fílabeinsströndinni virðist vera að ljúka

Stríðinu á Fílabeinsströndinni virðist vera að ljúka eftir að Frakkar gerðu harðar loftárásir á hersveitir Laurents Gbagbos í gærkvöldi.

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, gaf frönskum gæslusveitum á Fílabeinsströndinni sérstaka heimild til að nota orrustuþyrlur gegn hersveitum Gabagbos eftir að hann fékk hjálparbeiðni frá Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Talsmaður samtakanna á staðnum sagði að árásirnar hefðu verið gerð á stórskotaliðssveitir sem hafi verið notaðar gegn óbreyttum borgurum undanfarna daga.

Hersveitir Alessanne Ouattara réttkjörins forseta Fílabeinsstrandarinnar hafa nú nær allt landið á sínu valdi. Gbagbo hefur aðeins haldið velli í Abidjan, stærstu borg landsins. Það var þar sem loftárásirnar voru gerðar í gærkvöldi. Sveitir Outtaras streyma nú inn í borgina og Frakkar segja að Gbagbo sé að reyna að semja um uppgjöf sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×