Erlent

Hótaði fjölskyldu sinni með sjónvarpsfjarstýringu

Fjarstýring
Fjarstýring
Útkallið sem lögreglumenn frá Nýfundnalandi fóru í á dögunum var heldur frábrugðið öðrum útköllum sem þeir hafa sinnt í gegnum tíðina. Þeir voru kallaðir að húsi í bænum St. John's á laugardaginn því þar væri maður sem væri að beita fjölskyldu sína ofbeldi.

Þegar þeir mættu á staðinn var þar þrjátíu og fimm ára gamall maður sem notaði sjónvarpsfjarstýringu sem einhvers konar vopn og hótaði að meiða fjölskyldu sína með henni. Lögreglumennirnir komu eiginkonu mannsins og barni þeirra út úr húsinu áður en þeir handtóku manninn.

Maðurinn þarf að mæta fyrir dóm á næstu dögum en hann verður að öllum líkindum ákærður fyrir heimilisofbeldi og hótanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×