Erlent

Óskarsverðlaunahafi baðst afsökunar á F-orðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óskarsverðlaunahafinn Melissa Leo baðst í dag afsökunar á því að hafa blótað þegar að hún tók við verðlaunum á Óskarnum í nótt.

Melissa vann verðlaun fyrir bestan leik kvenna í aukahlutverki fyrir myndina The Fighter. Hún var mjög upp með sér þegar hún tók við verðlaununum. Hún sagðist hafa fylgst með Kate Winslet fyrir tveimur árum siðan taka á móti verðlaununum. Þá hafi þetta allt saman virst vera f.... auðvelt.

Ummælin, sem eru kölluð F-sprengja, voru þurrkuð út þegar að fjallað var um verðlaunahátíðina í dag. Melissa viðurkenndi eftirá að Óskarsverðlaunaafhendingin væri sennilegast ekki rétti vettvangurinn til að nota þetta tiltekna orð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×